20. maí 2008
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols sýndi í gær nýjan snertiskjá sem komið hefur verið upp í Byggðasafninu. Skjárinn inniheldur upplýsingar um byggðasögulegt efni frá Dalvíkurbyggð. Gestir geta nú skoðað ýmislegt sem það hefur áhuga á varðandi byggðaþróun sem er ekki sýnilegt á safninu. Þessi framsetning gefur mikla möguleika fyrir Byggðasafnið Hvol og er endalaust hægt að bæta við nýju efni. Íris Ólöf vann að þessu sjálf ásamt aðstoð góðra manna, svo sem Hjörleifs Hjartarsonar og Ara Baldurssonar. Fólk er hvatt til að skoða gripinn en hann verður formlega vígður 1. júní. Að neðan er Íris Ólöf að kynna gripinn fyrir Svanfríði Ingu Jónasdóttur bæjarstjóra, Jóhanni Antonssyni og Ingvari Kristinssyni.