Mjög slæm umgengni er oft við gámasvæðið á Dalvík. Fólk skilur eftir rusl við hliðið þegar lokað er í staðinn fyrir að koma aftur þegar opið er og ganga þá
frá sínu rusli. Fólk þarf að sýna ábyrgð í þessum efnum og ganga frá því sem það vill henda í rétta gáma. Starfsmaður gámasvæðis heldur svæðinu mjög hreinu og snyrtilegu og því er það synd að einhverjir hendi sínu rusli við grindverkið á gámasvæðinu. Opnunartími gámasvæðis er frá:
Alla virka daga frá kl. 15:00 - 19:00
Laugardaga frá kl. 11:00 - 14:00
Sunnudaga er lokað
Svæðið verður lokað utan auglýsts opnunartíma.