Skrifað undir brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Skrifað undir brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð

í dag var skrifað undir brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð en hún hefur verið í vinnslu um tíma.

Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Dalvíkurbyggðar en Björn Karlsson skrifaði undir fyrir hönd brunamálastofnunar. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri Dalvíkurbyggðar fylgdist með að allt færi samkvæmt áætlun. Þetta er í fyrsta skipti sem brunavarnaráætlun er útbúin fyrir Dalvíkurbyggð. Brunavarnaráætlunin verður sett á vef Dalvíkurbyggðar eftir helgi og mun verða uppfærð reglulega.

Svanfríði fannst það mjög jákvætt að búið væri að vinna svona umfangsmikla skýrslu sem brunavarnaráætlun er og nú væri um að gera að halda vinnunni sífellt við og uppfæra skjalið þegar þyrfti.

Björn Karlsson rakti ættir sínar í Dalvíkurbyggð og var eftir það enn mikils metnari fyrir vikið enda alltaf gott þegar menn geta rakið ættir sínar til svo merkilegra staða sem Dalvíkurbyggð er.