Skólastjóri við nýjan skóla í Árskógi

Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða skólastjóra við nýjan skóla í Árskógi. Gert er ráð fyrir að skólastjóri taki til starfa, a.m.k. að hluta, í febrúar 2012.

Á næsta skólaári verður stofnaður nýr skóli í Árskógi með nemendum sem nú tilheyra leikskólanum Leikbæ og Árskógarskóla. Aldursbil nemenda er frá því að leikskólanám hefst og til og með 7. bekk í grunnskóla. Fjöldi nemenda er um 60 talsins. Allir skólar í Dalvíkurbyggð eru að innleiða uppbyggingastefnuna og Gænfánann. Nánari upplýsingar um niðurstöður starfshóps um framtíð skólamála í Árskógi er að finna á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Starfssvið:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlanir og rekstur
  • Leiða uppbyggingu og þróun nýs skóla
  • Ráðning og stjórnun starfsfólks
  • Fagleg forysta skólans
  • Stuðla að framþróun í skólastarfi
  • Leiða samstarf strafsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á leik- og/eða grunnskólastigi
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er æskileg
  • Reynsla af kennslu og vinnu  með börnum
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og sterk þörf til að ná árangri
  • Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun og breytingarstarfi
  • Metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni
  • Einlægur áhugi á skólamálum
  • Hreint sakavottorð

Dalvíkurbyggð er 2000 manna sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Árskógssandur og Hauganes eru þéttbýliskjarnar Árskógsstrandar og eru í 15 km fjarlægð frá Dalvík og 30 km fjarlægð frá  Akureyri. Á Árskógsströnd búa um það bil 300 manns.

Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.

Jafnframt er óskað eftir því að umsækjendur skili greinargerð samhliða umsókn að hámarki 3 A4 síður þar sem umsækjandi gerir grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir hinn nýja skóla.

Umsjón með starfinu hafa Jónína Guðmundsdóttir jonin.gudmundsdottir@capacent.is og Silja Jóhannesdóttir silja.johannesdottir@capacent.is hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga www.capacent.is