Skólaslit í Dalvíkurskóla 4. júní

Kæru foreldrar/forráðamenn ! Bestu þakkir fyrir ánægjulega vorhátíð 21. maí. Það var gaman að sjá hvað margir lögðu leið sína í skólann þann dag.
Nú er komið að skólalokum og er síðasti nemendadagur 03. júní.

Nemendur mæta á skólaslit sem hér segir:

Fimmtudagur 04. júní

kl. 11.00 1. – 4. bekkur

kl. 13.00 5. – 8. bekkur

kl. 20.30 9. – 10. bekkur

Skólaslit Dalvíkurskóla fara fram í hátíðarsal skólans og er gengið inn um aðalinngang.

Ef foreldrar hafa einhverjar spurningar á þessum tímamótum varðandi sitt barn geta þeir haft samband við umsjónarkennara.

Að lokum viljum við starfsfólk Dalvíkurskóla þakka foreldrum gott samstarf á skólaárinu og óskum foreldrum og nemendum gleðilegs sumars.

Skóladagatal næsta skólaárs verður sett á heimasíðu Dalvíkurskóla.

Skólasetning næsta skólaárs verður miðvikudaginn 26. ágúst.


Starfsfólk Dalvíkurskóla