Skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli fékk viðurkenningu fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu á Uppskeruhátið ferðaþjónustunnar sem haldin var í Austur Húnavatnssýslu í gær. Er hér átt við snjóframleiðslukerfið semtekið var í notkun á skíðasvæðinu síðast liðinn vetur. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fékk einnig viðurkenningu fyrir áhugaverða nýjung í ferðaþjónustu. Hallbirni Hjartarsyni staðarhaldara í Kántrýbæ og Báru Guðmundsdóttur eiganda Staðarskála var jafnframt veitt viðurkenning fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu.
Uppskeruhátiðin hófst við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi um hádegisbil í gær en þaðan var þátttakendum hátíðarinnar ekið um Austur Húnavatnssýslu og heimsóttir ýmsir áhugaverðir staðir. Helst má þar nefna landnámsbæinn Hof í Vatnsdalnum en þar var þátttakendum boðið upp á hádegisverð og bauð Bruggsmiðjan ehf. frá Árskógssandi upp á mjöðinn Kalda til drykkjar. Því næst var haldið að Þingeyri og skoðuð kirkjan og nýtt þjónustuhús undir leiðsögn fróðra manna. Blönduvirkjun var heimsókn og loks Kántríbær en þar var efnt til kvöldverðar og fjöldasöngs fram eftir nóttu.