Skemmtikvöld karlakórs Dalvíkur verður haldið 11.maí að Rimum í Svarfaðardal og hefst skemmtunin klukkan 20:30. Á þessu skemmtikvöldi mun kórinn frumflytja ýmis sönglög auk laga eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Kristjana Arngrímsdóttir á Tjörn mun syngja nokkur lög og Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og eftirherma mun fara á kostum. Stjórnandi kórsins er Guðmundur Óli Gunnarsson, píanóleikari er Daníel Þorsteinsson og á slagverk leikur Halli Gulli.
Eiginkonur kórfélaga munu bjóða gestum fiskisúpu ásamt kaffi og eftirrétt. Hljómsveit kórsins mun leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Forsala á skemmtikvöldið er í Húsasmiðjunni á Dalvík og er miðaverð 3000-. krónur