Skátafélagið Landvættir
óskar eftir félagslega sinnuðum einstaklingi til að sjá um skátastarf í vetur. Í félaginu hafa starfað rúmlega 20 börn undanfarið ár en starfið snýst um að halda fundi og viðburði á viku- til hálfsmánaðar fresti eftir því hvað er um að vera hverju sinni.
Starfið er launað að hluta til. Viðkomandi setur upp og kemur í framkvæmd dagskrá, skipuleggur félagsfundi og viðburði, heldur utan um húsnæðið í Gimli og sinnir samskiptum út á við.
Vinsamlegast hafið samband við Ragnheiði Eiríksdóttur í heimasíma 466-3344 eftir vinnu eða í gsm. síma 823-6126 hið fyrsta.
SKÁTAFÉLAGIÐ LANDVÆTTIR