Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 7.nóvember 2023 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til svæðis sem merkt er 660-F í aðalskipulagi og felur í sér að svæðið er stækkað um 0,1 ha. Tillöguuppdrátt má nálgast hér.
Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skáldalækjar ytri, frístundabyggðar, í samræmi við 41.gr. skipulagslaga. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun deiliskipulagssvæðisins til suðurs fyrir þrjár nýjar frístundalóðir. Sjá hér.
Þeir sem þess óska geta kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillöguuppdrætti ásamt greinargerðum má nálgast í Ráðhúsi Dalvíkur frá 22.apríl til 9.júní 2024. Tillögurnar munu einnig verða aðgengilegar á sama tíma á heimasíðu Dalvíkurbyggðar: www.dalvikurbyggd.is og á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is
Athugasemdum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 9.júní 2024.
Dalvíkurbyggð, 22. apríl 2024
Skipulagsfulltrúi