Skáknámskeið - 27.-28. júní

Skáknámskeið - 27.-28. júní

Kennari á námskeiðinu er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna í skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE.

Námskeiðið er fyrir alla áhugasama en gott er að kunna mannganginn í skák. Skráning fer fram í gegnum ÆskuRækt.
Námskeiðið fer fram í Víkurröst.

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Laugardagur 27. júní
kl. 10:00-13:00 1.-4. bekkur
kl. 13:00 – 16:00 5.-10. bekkur

Sunnudagur 28. júní
kl. 10:00 – 13:00 1.-4. bekkur
kl. 13:00 – 16:00 5.-10. bekkur

(miðað er við síðasta vetur/skólaár varðandi bekki, þ.e. börn fædd 2004-2013)

Námskeiðsgjald er 3.000 (20% systkinaafsláttur)

Allar nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. 
gislirunar@dalvikurbyggd.is
863-4369