N4 Sjónvarp Norðurlands mun hefja útsendingar á landsvísu á morgun klukkan 19:15. N4 verður á dreifikerfi Digital Ísland á rás 15 og verður fyrsta sjónvarpsstöðin á landsbyggðinni til að hefja útsendingar á landsvísu.
Útsending á virkum dögum hefst kl. 19:15 og er dagskrá stöðvarinnar síðan endursýnd á klukkustundar fresti til kl. 12:15 næsta dag.
Fastir liðir til að byrja með verða fréttir alla virka daga og þátturinn Að Norðan, þáttur um Norðlendinga og norðlensk málefni á mánudögum til fimmtudaga. Á föstudögum verður síðan Föstudagsþátturinn sem er umræðuþáttur um hitamál líðandi stundar. Þar verður einnig fjallað um um tónlist, afþreyingu, menningu og annað sem tengist norðlensku mannlífi.
Á heimasíðu stöðvarinnar, www.n4.is er hægt að sjá fréttatíma stöðvarinnar.