Sjómannadagurinn 2009 í Dalvíkurbyggð

Það er tilvalið að eiga góðan dag á Dalvík á sjómannadaginn,  sunnudaginn 7. júní.


Eftirfarandi dagskrá, við hæfi ungra sem aldinna, verður í boði:

? Á Byggðasafninu Hvoli opna nýjar sýningar og klukkan 12:00 verður farið í gömlu góðu leikina, svo sem naglaboðhlaup, reiptog og pokahlaup.

? Sjómannamessa í Dalvíkurkirkju klukkan 13:30. Prestur séra Magnús G. Gunnarsson. Blómsveigur lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn.

? Hið rómaða kaffihlaðborð Slysavarnadeildar kvenna á Dalvík í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju frá klukkan 14:30 – 17:00.
Verðskrá (ath. að posi er ekki á staðnum):
• 1000 krónur fyrir 13 ára og eldri
• 500 krónur fyrir 6-12 ára
• Frítt fyrir 5 ára og yngri

Ævintýraland fyrir börn og unglinga

Ókeypis skemmtun í umsjá Björgunarsveitarinnar á Dalvík í kirkjubrekkunni frá klukkan 14:30. Þar verður:

? Rússibani
? Kassaklifur
? Vatnsrennibraut
? Apabrú/þrautabraut

Slysavarnadeild kvenna Dalvík, Björgunarsveitin Dalvík, Byggðasafnið Hvoll