Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Árskógssandi, laugardaginn 11. júní.
Farið verður í siglingu kl. 10 og að henni lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur, svala, gos og ís.
Þá verður einnig kaffi fyrir þá sem það kjósa upp við skrifstofu Sólrúnar.
Alls konar sprell verður í boði fyrir börnin.
- Vatnsrennibraut
- Hoppukastali
- Nerf-byssur
- Reipitog (einnig möguleiki á pokahlaupi ef stemmning verður fyrir því)
Ef börnin ákveða að fara í vatnsrennibrautina er gott að hafa með sér handklæði og aukaföt.
Bjórböðin verða með sjómannadagsmatseðil og trúbador um kvöldið.
Tilvalið tækifæri til að verja deginum með sínum nánustu í skemmtidagskrá á Árskógssandi!