Samverustund í Bergi

Samverustund í Bergi

Nú hefur undirbúningsteymið, sem sett var saman í gær, fundað með sveitastjóra.
Í framhaldi af þeim fundi hefur verið ákveðið að halda samverustund í Menningarhúsinu Bergi annað kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19.30, þar sem við, íbúar byggðarlagsins, viljum almennt koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila sem unnu gríðarlega gott og óeigingjarnt starf, við oft á tíðum afar hættulegar og erfiðar aðstæður, er ofsaveður gekk hér yfir í vikunni sem leið.
Þessi stund er sérstaklega hugsuð sem ákveðinn stuðningur og hvatning, þakkæti og virðing til allra þeirra - og boðið verður upp á kaffi og hlaðborð veitinga af ýmsum toga.

Allir þeir aðilar sem vilja leggja þessu málefni lið með brauðmeti, kökum, tertum, smákökum, ostum, heitum réttum og hverju því sem hugnast geta skilað því af sér í Menningarhúsið til undirbúningshópsins á morgun, mánudag, milli kl. 18.00 og 19.00. Allt er vel þegið, ein erum við smá - saman erum við stór !
Viljum við sérstaklega minna á merkingar á umbúnaði og áhöldum.

Með vinsemd, þakklæti og hlýjum kveðjum,

Undirbúningshópurinn