Í gær, þriðjudaginn 30. október, var undirritaður samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Skíðafélags Dalvikur. Markmið samningsins er að tryggja áframhaldandi rekstur skíðasvæðis Dalvíkur og starfsemi Skíðafélags Dalvíkur. Samningurinn tekur á almennri starfsemi félagsins, hlutverki stjórnar og framkvæmdastjóra og atriðum er varða rekstur og fjármál félagsins.
Einnig kemur fram í samningnum að stjórn Skíðafélags Dalvíkur, framkvæmdastjóri og Dalvíkurbyggð muni koma á fót svæðisnefnd. Hana skipa tveir fulltrúar tilnefndir af Dalvíkurbyggð og einn fulltrúi tilnefndur af stjórn Skíðafélagsins. Hlutverk nefndarinnar er að álykta um framtíðarsýn skíðasvæðisins og möguleika þess. Að sama skapi mun nefnd þessi veita framkvæmdarstjóra faglega ráðgjöf við undirbúning á opnun, daglegri nýtingu skíðasvæðis og þau verk sem falla til yfir veturinn. Á samningstímanum mun framkvæmdarstjóri ásamt stjórn Skíðafélags Dalvíkur og svæðisnefnd leggja fram drög að framtíðarsýn skíðasvæðisins, uppbyggingu þess og framkvæmdar- og kostnaðaráætlum.
Samningur Dalvikurbyggðar og Skíðafélags Dalvíkur