Bæjarstjórnir Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar hafa ákveðið að eiga með sér samstarf um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna.
Ætlunin er að efla og styrkja enn frekar núverandi samstarf þeirra, með það að leiðarljósi að bæta þá þjónustu sem þegar er til staðar í sveitarfélögunum og styrkja þannig stoðir þessara samfélaga.
Í tilefni þess m.a. heimsóttu starfsmenn bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar sveitarfélagið heim föstudaginn 13. maí sl. og tóku starfsmenn bæjarskrifstofu Fjallabyggðar á móti þeim.
Komið var saman í ráðhúsi bæjarfélagsins en þar gafst tækifæri til að kynnast, miðla upplýsingum og fara yfir sameiginleg mál er snerta þjónustu við íbúa.Ætlunin er að byggja upp traust tengsl og munu starfsmenn Fjallabyggðar sækja Dalvíkingana heim að ári.
Í lok vinnutarnar var tekin mynd fyrir framan Ráðhús Fjallabyggðar.
Hérna má svo sjá viljayfirlýsinguna í heild sinni.