Kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal leitar að hugmyndum að merki fyrir félagið. Kvenfélagið var stofnað sem tilraun árið 1915 og verður því 100 ára á næstunni. Upphaflegur tilgangur félagsins var að sinna sjúkum og styðja við bágstadda í sveitarfélaginu. Í dag er Tilraun líflegur félagskapur kvenna í Dalvíkurbyggð sem styður við ýmis góð málefni.
Hugmyndir þurfa ekki að vera fullunnar, en skitsa á pappír ásamt smá lýsingu á hugmyndinni.
Valin verður besta hugmyndin og fær vinningshafinn 5 boðsmiða á hið margrómaða sumarkaffi á Tungurétt í Svarfaðardal þann 10. ágúst n.k.
Hugmyndum má skila fyrir 15. júlí :
Í tölvupósti á:
kolla@probus.is
Eða bréfleiðis til:
Hildur Birna Jónsdóttir
v. Kvenfélagið Tilraun
Ytra-Garðshorn
621 Dalvík