Samherji hl‎ýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir „eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík.“

Samherji hl‎ýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin fyrir „eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dal…

Samherji rekur stærsta vinnustaðinn í Dalvíkurbyggð og var í gær veitt viðurkenning fyrir fiskvinnsluhúsið á Dalvík, þegar Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í sjávarútvegi. Samherji reisti eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík, þar sem fyrirtækið framleiðir hágæða afurðir fyrir alþjóðlega markaði, segir í tilkynningu frá Ice Fish um verðlaunin sem afhent voru Samherja. Um þessar mundir eru fjögur ár síðan Samherji hóf vinnslu í nýja húsinu og fullyrða þau að um sé að ræða eina fullkomnustu bolfiskvinnslu í heiminum. Búnaðurinn er að mestu íslenskur og hönnun og útfærsla á mörgum þáttum starfseminnar er ný af nálinni. Húsið hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og þessi verðlaun undirstrika að þeim hefur tekist vel til við framkvæmdina. 

a

Vinnslan á Dalvík er glæsilegt dæmi um nýsköpun, frumkvöðlastarf og góðan aðbúnað. Allt kapp er lagt á að uppfylla kröfur viðskiptavina og því er fylgst vel með framleiðslunni á öllum stigum. Þessi verðlaun eru kærkomin og sýna vel að við erum framarlega á heimsvísu,“ segir í tilkynningu frá Samherja.

Dalvíkurbyggð óskar Samherja til hamingju með viðurkenninguna og hversu vel hefur tekist til í nýja fiskvinnsluhúsinu.