Sæfari fór í morgun klukkan 10:30 í sína fyrstu ferð til Grímseyjar. Ferðin tók um þrjár klukkustundir og fimmtán mínútur sem er skemmri tími en gamla ferjan var vön að fara þessa leið. Grímseyjingar fagna komu ferjunnar og telja hana eiga eftir að skipta eyjabúa miklu í framtíðinni.
Kristján Möller samgönguráðherra segir að sér lítist ágætlega á skipið enda sé búið að eyða miklum peningum og tíma í að gera það upp. Hann segist vona að ferjan verði Grímseyingum til góðs en að stjórnvöld geti dregið þann lærdóm af þessu máli að vanda undirbúning og passa upp á að slíkt gerist ekki aftur.
Mynd af gamla og nýja Sæfara.