Stór rústabjörgunaræfing var haldin í Týról á Dalvík laugardaginn 30. maí og tóku björgunarsveitir frá Dalvík, Austurlandi, Grindavík, Selfossi og Akureyri þátt í æfingunni.
Þáttakendur voru um 50 talsins að viðbættum 10 sjúklingum og nokkrum félögum úr Kvennadeildinni á Dalvík, sem sáu um sjúklinga og veittu ýmsa aðstoð.
Um var að ræða æfingu á björgun fólks úr þrílyftu steinsteyptu húsi, sem var breytt í rústir eftir stóran jarðskjálfta. Í húsinu var um að ræða sjúklinga sem ýmist voru mikið slasaðir eða látnir og þurfti að fara inn í húsið á þremur stöðum.
Það var Björgunarsveitin Dalvík sem stóð fyrir æfingunni og hefur undirbúningur staðið í nokkuð langan tíma. Æfingin gekk vel fyrir sig og voru þáttakendur ánægðir.
Frétt fengin af www.dagur.net