Rusl í óskilum –hundaskítur og fleira

Rusl í óskilum –hundaskítur og fleira

Ágætu íbúar Dalvíkurbyggðar! Umhverfismál og snyrtilegt umhverfi eru merki um góða sjálfsmynd og heilbrigt samfélag. Til að svo megi verða þurfa allir íbúar að taka höndum saman um að halda umhverfinu hreinu, m.a. með því að halda okkar eignum í góðu standi og ganga frá úrgangi á þar til ætlaða staði. Það er ætlun nýráðins umhverfisstjóra að halda áfram því góða starfi sem fyrri garðyrkjustjóri og aðrir hafa unnið að á liðnum árum. Markmið umhverfisstjóra er að sveitafélagið veki ávallt athygli fyrir snyrtimennsku, gestum og gangandi til yndisauka.


Nokkur atriði sem umhverfisstjóri vill benda á er t.d. ruslasöfnun utan gámasvæðis, óvenju mikill hundaskítur sem kemur undan snjónum og ýmislegt dót sem raðað er utan við eða ofan á geymslugáma. Þetta og eitthvað fleira þyrftum við að bæta. Meðfylgjandi er mynd af rusli sem nýlega var losað á brennusvæðið á sandinum, eigandi þess er vinsamlegast beðin um að fjarlægja það og koma því á gámasvæði.

Valur Þór  Hilmarsson
Umhverfisstjóri.