Rota Youth Exchange 1. - 10. júlí 2004
Tíu ungmenni frá félagsmiðstöðvunum Húnaþingi vestra og í Dalvíkurbyggð eru þessa dagana á Rota á Spáni. Um er að ræða samstarfsverkefnið Youth for Europe sem stendur yfir frá 1.-10. júlí. Þetta er í annað sinn sem ungmenni frá Dalvíkurbyggð og úr Húnaþingi taka þátt í þessu verkefni, en í fyrra fór svipaður hópur til Danmerkur.
Sex Evrópulönd taka þátt í þessu verkefni og fara tveir fararstjórar frá hverju landi. Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fór út með unga fólkinu okkar eins og í fyrra og í samtali við hann, kom fram að veður hefur verið afar gott (frá 30°-45° C) og mikið hefur verið gert til gamans og fróðleiks.
Er þetta kærkomið tækifæri fyrir þetta unga fólk að kynnast ungmennum frá öðrum löndum, menningu þess og siðum. Nánari fréttir og myndir frá samstarfsverkefninu í Rota er að finna undir: www.turismorota.com og síðan smellt á borða þar sem á stendur: Youth Exchange Rota 2004.
Ungmennin og fararstjórar biðja fyrir kveðjur frá Rota á Spáni.