Íbúakönnun vegna smávirkjunar í Brimnesá.
Frá því í júlí 2014 hefur Dalvíkurbyggð verið að vinna að undirbúningi smávirkjunar í Brimnesá. Eins og kynnt var á íbúafundi þann 3. maí s.l. hefur verkfræðistofan Mannvit skilað skýrslu um niðurstöðu frumhönnunar á Brimnesárvirkjun.
Í framhaldi fundarins fundaði veitu- og hafnarráð og lagði til við byggðaráð að skoða útboð á réttindum til virkjunar Brimnesár. Byggðaráð samþykkti á fundi sínum þann 13. júlí að kanna hug íbúa sveitarfélagsins gagnvart útboði á virkjunarframkvæmdum í Brimnesá.
Því er eftirfarandi könnun lögð fram og óskað eftir áliti íbúa Dalvíkurbyggðar á málinu. Íbúar 18 ára og eldri með lögheimili í Dalvíkurbyggð geta tekið þátt í könnuninni. Könnun er rafræn og er aðgengileg í íbúagátt Dalvíkurbyggðar frá 13.september til 1.október 2023. Nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum til þess að taka þátt í könnunni.
Niðurstaða úr þessari könnun er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir sveitarstjórn og eru niðurstöður hennar ekki bindandi.