Þann 10. janúar sl. rann út umsóknarfrestur um starf forstöðumanns safna í Dalvíkurbyggð, tímabundna ráðningu í allt að 11 mánuði. Tvær umsóknir bárust um starfið frá Björk Eldjárn Kristjánsdóttur og Önnu Sigríði Hjaltadóttur. Björk Eldjárn hefur verið ráðin í starfið. Björk Eldjárn er starfsmaður hjá söfnum Dalvíkurbyggðar og hefur fengið lausn frá þeim störfum á meðan hún gegnir starfi forstöðumanns í fæðingarorlofi Bjarkar Hólm.
Þann 20.janúar sl. rann út umsóknarfrestur um starf bóka-og safnvarðar í Dalvíkurbyggð, tímabundna ráðningu í allt að 11 mánuði. Tvær umsóknir bárust um starfið frá Önnu Sigríði Hjaltadóttur og Auði Arnardóttur. Anna Sigríður hefur verið ráðin í starfið.
Þær Björk Eldjárn og Anna Sigríður eru boðnar velkomnar til starfa.