Páskaskraut í Menningar og listasmiðjunni

Páskaskraut í Menningar og listasmiðjunni

Fimmtudagskvöldið 2. apríl er hægt að koma í Menningar og listasmiðjuna Húsabakka á opnunartíma eða kl.19:00-22:00 og búa til páskaskraut. Efni í hvern hlut kostar eitt til tvöhundruð krónur og svo er hægt að fá leiðsögn við að búa hlutinn til.

Í Menningar og listasmiðjunni er pláss fyrir alla þannig að fólk er velkomið þó að það hafi ekki áhuga á að búa til páskaskraut. Eins er ekki háð neinum skilyrðum að koma og vinna þar.

Aðgangur þetta kvöld er eins og önnur kvöld kr 200


                                                          Það eru ALLIR velkomnir.