Senn líður að páskum og fyrirséð að þá verður líf og fjör í Dalvíkurbyggð. Skíðasvæðið á Dalvík verður opið alla dagana og verður þar ýmislegt á boðstólnum. Leikjaland fyrir börnin, byrjendakennsla á skíði, troðaraferðir, lopapeysudagur og samhliðasvig svo eitthvað sé nefnt. Sundlaugin verður líka opin en þar verður happdrætti og lukkumiðaleikur í gangi alla páskana. Byggðasafnið Hvoll verður opið og tilvalið að skella sér og skoða ísbjörnin og stærsta mann í heimi. Tilboð er í gistingu hjá Fosshótel Dalvík og hestaleiga Tvistur verður opin að ógleymdum tónleikum með Kristjönu Arngrímsdóttur laugardaginn 11. apríl.
Hér fyrir neðan er síðan dagskráin fyrir alla páskandagana.
Alla dagana verður þetta í gangi:
Skíðasvæðið á Dalvík verður opið alla páskadagana. Boðið verður upp á ýmsar uppákomur yfir hátíðarnar.
Það sem verður í boði alla daga er eftirfarandi:
• Leikjaland fyrir börnin verður starfrækt alla daga norðan við neðri lyftuna. Í leikjalandi verða settar upp ýmsar þrautir sem börn á öllum aldri hafa gaman af að glíma við.
• Börn og unglingar sem æfa skíði á Dalvík munu bjóða upp á byrjendakennslu gegn sanngjörnu gjaldi. Þeir sem vilja panta tíma geta sent tölvupóst á skidalvik@skidalvik.is
• Farnar verða troðaraferðir upp undir fjallsbrún á Böggsstaðafjalli eftir því sem veður og aðstæður leyfa.
• Troðin verður göngubraut í hólunum ef veður og snjóalög leyfa.
• Bjartur skíðakarl mun hugsanlega láta sjá sig.
• Veitingasalan í Brekkuseli verður opin alla páskana á opnunartíma svæðisins.
Athugið að hópar geta fengið skíðasvæðið opnað utan hefðbundins opnunartíma gegn greiðslu. Frítt er í fjallið fyrir börn undir skólaaldri og ellilífeyrisþega. Nánari upplýsingar á skíðasvæðinu.
Bergmenn eru með fjallaskíðaferð á Tungnahryggsjökul um páskana eða þann 11-14 apríl. Allar nánari upplýsingar um ferðina á vef Bergmanna www.bergmenn.com/is
Fosshótel Dalvík verður með páskatilboð á gistingu. Gisting í tveggja manna herbergi með baði og uppábúnum rúmum á 9.900 krónur. Morgunverður er innifalinn í verðinu. Bókanir berist í síma 466 3395 eða á netfangið dalvik@fosshotel.is .
Gistihúsið Skeið í faðmi svarfdælskra fjalla
Glergallerý Máni, Ásgarði á Dalvík verður með opið alla páskana, gott að hringja á undan sér í síma 869-8702. Allir velkomnir, frjáls opnun
Hestaleigan Tvistur verður opin alla páskana og í apríl. Tímapantanir í síma 4661679 eða 8619631.
Blómabúðin Ilex á Dalvík verður opin virka daga frá 13.00 - 18.00 og laugardaginn 11. apríl frá kl. 11.00 - 14.00
Fimmtudagurinn 9. apríl – Skírdagur
Skíðasvæðið á Dalvík Opnunartími: 10:00-17:00
14.00: Sr. Magnús G. Gunnarsson flytur stutta hugvekju – Slökkt verður á lyftunum á meðan á hugvekjunni stendur.
Fullorðinsopnun
Opið frá kl. 19:00-22:00 fyrir 20 ára og eldri. Afterski stemning og veitingasala í Brekkuseli frá kl. 22:00 til 01:00. ATH kvöldopnun kostar 600 kr.
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími: 10:00-19:00. Happdrætti og lukkumiðaleikur.
Föstudagurinn 10. apríl – Föstudagurinn langi
Skíðasvæðið á Dalvík. Opnunartími: 10:00-17:00
Þetta er rétti dagurinn fyrir fjölskylduna til að bregða sér í fjallið og búa til sína eigin dagskrá með kakó í brúsa og bananabrauð. Að sjálfsögðu munum við gera okkar besta til að tryggja gott skíðafæri og veður á þessum degi líkt og öðrum.
Byggðasafnið Hvoll. Opnunartími 14:00-16:00
Sundlaug Dalvíkur.. Opnunartími: 10:00-19:00. Happdrætti og lukkumiðaleikur.
Laugardagurinn 11. apríl
Skíðasvæðið á Dalvík. Opnunartími: 10:00-17:00
Lopapeysudagur í Böggvistaðafjalli. Allir sem mæta í lopapeysu fá óvæntan glaðning. Heiðrum íslensku sauðkindina og fyllum fjallið af mislitum lopapeysum.
Hinir Svarfdælsku Bakkabræður mæta á svæðið og að sjálfsögðu í lopapeysum.
13:00-16:00: Opið fyrir Stigasleða norðan við neðri lyftuna. Útbúinn verður sleðabraut þar sem skíðaumferð verður óheimil. Stigasleðar verða leyfðir í neðri lyftunni og allir sem mæta með sleða verða að vera með hjálm.
Byggðasafnið Hvoll Opnunartími 14:00-16:00
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími: 10:00-19:00. Happdrætti og lukkumiðaleikur.
Tónleikar í Dalvíkurkirkju kl. 16:00. Flytjendur eru Kristjana Arngrímsdóttir og Daníel Þorsteinsson. Þar flytja þau þekktar dægurlaga perlur. Einnig lög af diskunum ,,Þvílík er ástin" og ,,Í húminu". Miðaverð er 1500kr. Ath. að ekki er tekið við greiðslukortum.
Sunnudagurinn 12. apríl – Páskadagur
Skíðasvæðið á Dalvík. Opnunartími: 10:00-17:00
10:00: Samhliðasvig fyrir 2-5. bekk. Páskaegg í verðlaun.
12.00: Páskaeggjamót fyrir börn fædd 2002 og yngri. Allir keppendur fá páskaegg að keppni lokinni.
14.00: Kaffihlaðborð í Brekkuseli í umsjón Foreldrafélags yngri barna. Verð 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir 6-12 ára börn, frítt fyrir 5 ára og yngri.
Byggðasafnið Hvoll Opnunartími 14:00-16:00
Sundlaug Dalvíkur.. Opnunartími: 10:00-19:00. Happdrætti og lukkumiðaleikur.
Mánudagurinn 13. apríl – annar í Páskum
Skíðasvæðið á DalvíkOpnunartími: 10:00-16:00
13.00: Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur.
Keppendur eru vinsamlegast beðnir að mæta kl. 12:00. Keppt verður í samhliða svigi með forgjöf og útsláttarfyrirkomulagi. Öllum heimil þátttaka, skráning á staðnum.
Byggðasafnið Hvoll. Opnunartími 14:00-16:00
Sundlaug Dalvíkur. Opnunartími: 10:00-17:00. Happdrætti og lukkumiðaleikur.