Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga, þar sem mörkum stofnanasvæðis sundlaugar er breytt. Áformað er að reisa íþróttahús á lóðinni sem verður sambyggt núverandi sundlaugarbyggingu þannig að anddyri og afgreiðsla verður samnýtt.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi verður til sýnis í Ráðhúsinu frá og með 09. apríl til og með 02. maí eða með því að smella á bláa textann. Frestur til að gera athugasemdir er til 6. maí 2008.
Skila skal inn athugasemdum á bæjarskrifstofur Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu á Dalvík. Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilda fresti, telst samþykkur henni.
Byggingartæknifræðingur Dalvíkurbyggðar