Öskudagsgleði

Öskudagsgleði

Í gær var öskudagurinn og því ýmiskonar verur á sveimi í sveitarfélaginu. Vetrarfrí var í grunnskólanum og því voru börnin dugleg að ganga á milli fyrirtækja, syngja og fá eitthvað gott að launum fyrir.

Leikskólarnir voru líka allir með eitthvað skemmtilegt í pokahorninu í tilefni dagsins.

Á Krílakoti var kötturinn sleginn úr tunnunni og fengu litlir og stórir að spreyta sig á því. Foreldrar voru boðnir velkomnir á öskudagshátíðina og mættu þeir margir og flest allir í einhverjum búningum líka. Myndir af öskudeginu á Krílakoti koma vonandi inn sem fyrst á heimasíðu leikskólans.

Á Leikabæ fjölmenntu börn, foreldrar og starfsfólk í rútu og fór saman og sungu í fyrirtækjum á Árskógssandi en hægt er að sjá myndir úr þeirri ferð á heimasíðu Leikbæjar.