Opnunartími sundlaugar Dalvíkur um páskana

Sundlaug Dalvíkur er búin að auglýsa opnunartíma yfir páskana og verður boðið uppá ríflegan opnunartíma fyrir þá sem vilja skella sér í sund. Það er því tilvalið fyrir þá sem vilja koma til Dalvíkurbyggðar og stunda útivist að enda daginn með notalegri sundferð.

Opnunartímar sundlaugarinnar verða sem hér segir:

24.03    frá kl. 10 til 19
25.03    frá kl. 10 til 19
26.03    frá kl. 10 til 22
27.03    frá kl. 10 til 19
28.03    frá kl. 10 til 19

Einnig er hægt að fá upplýsingar á síðu sundlaugarinnar.

 

Sundlaug Dalvíkur