Næstu tvo fimmtudaga, á sumardaginn fyrsta og 1. maí n.k. verður Sundlaug Dalvíkur opin frá kl. 10:00 - kl. 16:00
Búið er að tengja hitaveitu við Sundskála Svarfdæla þannig að nú má búast við að heitt og notalegt verði í klefum og húsakynnum öðrum. Laugin er vel heit þessa dagana eða um 36°C en verið er að stilla kerfið þannig að hægt sé að stýra laugarhitanum sem best. Ekki verður laugin svona heit í framtíðinni en mögulegt verður að hita hana með stuttum fyrirvara t.d. fyrir ungbarnasund og vatnsleikfimi. Reikna má með að um helgar verði laugin heitari en venjulega sem er um 30°C.
Vonandi verður þetta til þess fallið að sundskálinn nýtist fjölskyldum með ung börn enn betur en áður og einnig ættu fullorðnir sundkappar að láta það eftir sér að mæta þegar laugin er vel heit.