FÉLAGSMIÐSTÖÐIN
PLEIZIÐ!
OPNUNARTÍMI FRÁ OG MEÐ 16. OKTÓBER ´06
Félagsmiðstöðin Pleizið í Víkurröst verður opin sem hér segir.
Fyrir 8. - 10. bekk:
Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 19:30 - 22:00. (opið hús)
Föstudagskvöld frá kl. 20:00 - 23:00. (opið hús)
Opið hús, diskótek einu sinni í mánuði, klúbbar og/eða námskeið, ferðir og aðrir sérstakir viðburðir auglýstir í hvert skipti.
Fyrir 5. - 7. bekk:
Fimmtudaga kl. 17:00 - 19:00 opið hús.
Einnig verða diskótek u.þ.b. einu sinni í mánuði.
Fyrir 1. - 4. bekk:
Opið verður einu sinni í mánuði fyrir 1. - 4. bekk
en það nánar auglýst í hvert skipti.
Aukin opnun er háð því að mæting sé góð svo og þátttaka í viðburðum og viðfangsefnum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
Umsjónarmaður í félagsmiðstöð er Emil Einarsson, s: 898-7091,
sími í Pleizinu er 466-3339.
Nánari dagskrá verður dreift von bráðar.
SJÁUMST HRESS OG KÁT!!!
Umsjónarmaður í Pleizinu
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi