Næstkomandi laugardag 14. ferbrúar kl 14:00 mun hestamannafélagið Hringur í Dalvíkurbyggð standa fyrir opnu ísmóti. Keppt verður í Tölti opnum flokki og 100m. fljúgandi skeiði. Skráningargjald á fyrstu skráningu er 2.000 kr. en 1.000 kr á næstu skráningar.
Mótið verður haldið á íþróttabrautinni við sundlaug Dalvíkur. Á brautinni er mjög góður ís og því kjöraðstæður til mótahalds.
Skráningafrestur rennur úr miðvikudagskvöld kl 20:00 en þeim skal skilað til Bjarna á netfang: bjarna@dalvik.is eða í síma 862-2242.
Við skráningu skal tekið fram IS númer hests og kt. knapa.
Einnig hefur verið ákveðið að bjóða ræktendum að sýna ræktunarhross sín og er þeim bent að koma þeim upplýsingum til Bjarna.