Í tilefni af Degi tónlistarskólanna verður tónlistarskólinn á Dalvík með opið hús þriðjudaginn 6. mars. Stefnt er að því að allir nemendur skólans komi fram á sal skólans á klukkustundarfresti kl. 13.30, 14.30, 15.30 og 16.30. Dagskráin verður fjölbreytt: einleikur, dúettar og tríó. Skólinn býður upp á hressingu um miðjan daginn.
Samstarf við Tónlistarskólann á Akureyri hefur verið töluvert í vetur. Tveir fiðlunemendur hafa sótt hóptíma og samspil inneftir og lúðrasveitin hefur spilað með grunnsveitinni þeirra. Nú eiga þessir nemendur að taka þátt í tónleikum á Akureyri á Degi tónlistarskólanna á laugardaginn. Lúðrasveitin kemur fram kl.11 fyrir hádegi í Ketilhúsinu en strengjasveitin kl. 15 á sama stað.