Þjónustuhópur í málefnum fatlaðra hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð auglýsir opið fyrir umsóknir um styrki vegna námskostnaðar eðaverkfæra- og tækjakaupa fatlaðra
Þjónustuhópur málefni fatlaðra hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27.gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra – og tækjakaupa fatlaðra sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Styrkurinn er veittur í þeim tilgangi til þess að fatlað fólk geti sótt sér menntun, viðhaldið og aukið við þekkingu og færni og nýtt möguleika á aukinni þátttöku í félagslífi og atvinnu. Hér er átt við einstaklinga sem eiga við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón – og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum.
Heimilt er að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.
Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði þjónustuhóps, ásamt greinargerð og ljósriti af örorkuskírteini, til viðkomandi félagsþjónustu en þar er hægt að fá umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 31. október 2016
Félagsþjónusta Fjallabyggðar, Ráðhúsið, 580 Siglufirði, sími 464 9100
Félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsið, 620 Dalvík, sími 460 4900