Í dag þriðjudaginn 30. apríl buðu börnin ömmum og öfum sínum í kaffi á leikskólann, jafnt stuttum sem löngum Ömmurnar og afarnir gáfu sér góðann tíma með börnunum og nutu börnin svo sannarlega nærveru þeirra þessa stund. Sumir foreldrar brugðu sér í dulargerfi ömmu og afa ef þau voru ekki til staðar og var það ekki síðri heimsókn. Börnin höfðu bakað bollur fyrir daginn sem vöktu að vanda mikla lukku og runnu vel niður í alla jafnt unga sem aldna Við þökkum öllum þeim mörgu sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna Fleiri myndir af deginum má sjá á myndasíðunnu okkar!