Nýtt korta- og aðgangskerfi í Íþróttamiðstöðinni.

Nýtt korta- og aðgangskerfi í Íþróttamiðstöðinni.

Íþróttamiðstöðin hefur tekið upp nýtt korta- og aðgangskerfi.
Nú geta gestir hlaðið kortum sínum niður í veskið í símanum. Til að hlaða kortinu niður fara notendur inn á vefinn kort.dalvikurbyggd.is í símanum sínum og skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum. Þegar innskráningu er lokið er smellt á kallinn efst í hægra horninu og síðan smellt á Kortin mín.
Þá sér notandinn yfirlit yfir öll gild kort sem hann á og getur smellt á „Sækja kort í síma“ og hlaðið kortinu þannig niður í veskið í símanum.
Einnig er hægt að kaupa ný kort í gegnum vefinn kort.dalvikurbyggd.is. Við hvetjum alla korthafa til að hlaða kortunum sínum niður til að hafa þau tilbúin til skönnunar þegar á að nota þau.
Þeir sem vilja geta einnig fengið aðgangskóðann prentaðan á kort eins og hingað til. Þeir sem vilja geta fengið aðstoð við þetta frá starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar.