Þær breytingar hafa orðið hér á bæjarskrifstofunni að nýr upplýsingafulltrúi, Margrét Víkingsdóttir, er mætt til starfa eftir fæðingarorlof. Freyr Antonsson, sem leysti Margréti af á meðan hún var í fæðingarorlofi, hefur snúið til annarra starfa hér á bæjarskrifstofunni og mun leysa Guðnýju Jónu Þorsteinsdóttur, náms- og starfsráðgjafa, af í hennar fæðingarorlofi ásamt því að sinna áfram menningarmálum þar til Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri skóla - og menningarmála, snýr aftur til starfa.
Margrét gengdi starfi upplýsingafulltrúa árin 2004-2006, en síðastliðið ár vann hún sem verkefnisstjóri hjá Ferðamálasetri Íslands þar sem hún stýrði hóp ferðaþjónustuaðila innan Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.
Við bjóðum Margrét velkomna til starfa.