Nýr bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, Svanfríður Jónasdóttir, mætti til vinnu í morgun og var fyrsta verkefni nýráðins bæjarstjóra að sitja fyrsta fund bæjarráðs kjörtímabilsins 2006-2010.
Að honum loknum var bæjarstjóri viðstödd afhjúpun á minnisvarða um fyrsta vélbátinn sem kom til Dalvíkurbyggðar en síðar í dag mun Svanfríður verða viðstödd afhjúpun skiltis Skóræktarfélags Árskógsstrandarhrepps við Brúarhvammsreit en skiltið er gefið af þeim bræðrum Hannesi og Georgi Vigfússonum en auk skiltisins gefa þeir bræður þrjá bekki. Skiltið segir sögu Skóræktarfélag Árskógsstrandarhrepps.