23. október 2007
Á Krossum Árskógsströnd hefur nú verið opnað litboltasvæði fyrsta sinnar tegundar á Norðurlandi og hefur þar með fjölbreytileiki afþreyingar hér í Dalvíkurbyggð aukist enn frekar. Samkvæmt tilkynningu frá Krossum geta mest 20 manns spilað í einu og í staðinn fyrir hefðbundnar byssur þá eru notaðir bogar og þarf 20-25 kílóa átak til að spenna upp bogana. Svæðið verður opið þegar veður leyfir og nauðsynlegt er að panta tíma. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm en utanyfirgallar eru á staðnum. Opið fyrir 18 ára og eldri en ungmenni frá 15-18 ára þurfa skriflegt leyfi foreldra. Tilvalið fyrir starfsmannahópa og óvissuferðir og gefur Haukur Snorrason allar frekari upplýsingar um litboltasvæðið í síma 8243990.