Nýársdansleikur verður haldinn í Árskógi föstudagskvöldið 5. janúar nk. Þetta er frumraun á því sviði að reyna að fá fólk úr öllum kimum byggðalagsins til að skemmta sér saman en hugmyndin kviknaði á nýafstöðnu íbúaþingi hér í Dalvíkurbyggð. Dagskráin er hin glæsilegasta og boðið er upp á veislumat frá Veisluþjónustu Greifans.
Skemmtunin hefst kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00.
Boðið verður upp á fordrykk, glæsilega veislumáltíð á hlaðborði frá Veisluþjónustu Greifans, skemmtiatriði og veislustjórn, umsjón Hundur í óskilum, tónlist meðan á borðhaldi stendur, dansleikur á eftir, hljómsveitin Sérsveitin sér um fjörið. Bar á staðnum. Samkvæmisklæðnaður.
Miðaverð á skemmtunina er kr 6.000 á mann og aldurstakmark er 18 ár.
Enn er hægt að tryggja sér miða Í þjónustuveri Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, hjá Margréti / Ingvari og Í heimabanka - 1177-26-285 kt: 440405-2150 eig. Framfarafélag Dalvíkurbyggðar
Einnig er hægt að panta miða hjá neðangreindum aðilum og taka þá við innganginn:
Katrín Sigurjónsd sími 824-3989, Hilmar Daníelsson s: 897-1875
Kolbrún Reynisd. s. 862-2109, Marinó Þorsteinsson s: 847-4173
Eftir hádegi á fimmtudag verður ekki hægt að bæta við í mat.
Hægt verður að kaupa sig inn á ballið eftir miðnætti og kostar það kr 2.000.
HLJÓMSVEITIN SÉRSVEITIN leikur fyrir dansi
Sameinumst öll í gleði og dillandi dansi í Árskógi 5.janúar 2007