Ný götunöfn - fiskagötunöfn - Fiskidagurinn mikli 2009

Nú er búið að draga um ný götunöfn - fiskagötunöfn - fyrir Fiskidaginn mikla sem verður núna 8. ágúst.

Nýju nöfnin eru eftirfarandi:


Miðtún verður Bjúgtannatún
Hringtún verður Gulllaxatún
Steintún verður Bláskeljatún
Skógarhólar verða Urriðahólar
Lynghólar verða Grásleppuhólar
Reynihólar verða  Keiluhólar
Böggvisbraut verður Hámerarbraut
Dalbraut verður Túnfiskabraut
Sunnubraut verður Silungabraut
Mímisvegur verður Blálönguvegur
Hjarðarslóð verður Ýsuslóð
Ásvegur verður Ufsavegur
Hólavegur verður Þorskavegur
Lækjarstígur verður Kolastígur
Karlsrauðatorg verður Sandhverfutorg
Lokastígur verður Rauðmagastígur
Brimnesbraut verður Loðnubraut
Bárugata verður Kolskeggsgata
Ægisgata verður Hlýragata
Drafnarbraut verður Bleikjubraut
Öldugata verður Hafmeyjargata
Kirkjuvegur verður Smokkfisksvegur
Karlsbraut verður Laxabraut
Gunnarsbraut verður Skrápflúrubraut
Ránarbraut verður Karfabraut
Svarfaðarbraut verður Barrabraut
Stórhólsvegur verður Grálúðuvegur
Smáravegur verður Síldarvegur
Goðabraut verður Marhnútabraut
Bjarkabraut verður Skötuselsbraut
Hafnarbraut verður Tindabykkjubraut
Sunnutún verður Kolkrabbatún
Sognstún verður Lúðutún
Skíðabraut verður Hákarlabraut
Grundargata verður Risarækjugata
Mýrargata verður Makrílsgata
Flæðavegur verður Steinbítsvegur

Sjá einnig á heimasíðu Fiskidagsins mikla www.fiskidagur.muna.is