Nóvemberspá veðurklúbbsins á Dalbæ

Nóvemberspá veðurklúbbsins á Dalbæ
Dalbær

Félagar í veðurklúbbnum á Dalbæ hafa gefið út veðurspá nóvembermánaðar og er hún svohljóðandi:

Félagar töldu að októberspáin hefði gengið nokkuð eftir. Um nóvember urðu menn sammála um að hann yrði  ekki ósvipaður  október, en heldur meiri kuldar, fremur risjóttur en engin stórviðri.
Nýtt tungl kviknar 20.nóv. í N.V. Líkur á vestanáttum ýmist S.V. eða  N.V. og snjóléttur.

Rjúpnakveðjur