North Ultra ræst af stað frá Dalvík

North Ultra ræst af stað frá Dalvík

North Ultra hlaupið verður ræst frá Dalvík kl. 08:00 nk. laugardag frá íþróttamiðstöðinni. Hlaupið mun leiða hlauparana frá Dalvík, yfir til Ólafsfjarðar, niður Héðinsfjörð og loks til miðbæjar Siglufjarðar. Í hlaupinu er fornri samgönguleið fylgt, sem notuð var á árum áður fyrir bréfburð, matarflutning og margt fleira. Einstök náttúrufegurð heltekur vegfarandann, þar sem slóðinn er umkringdur ósnortinni náttúru og mikilfenglegu útsýni.

Half Ultra hlaupið leiðir hlauparann forna þjóðleið frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og það sama á við þar og í North Ultra, hlauparinn mun aldrei gleyma útsýninu.

Tröllaskaginn hefur fyrir löngu sannað sig sem frábært svæði til hvers konar útivistar á öllum árstímum, en yfir sumartímann er þetta algjört kjörlendi fyrir þá sem stunda fjallahlaup.

Hlaupaleiðir

North Ultra

  • Hlaupaleiðin er frá Dalvík og inn á Siglufjörð. Hlaupið er yfir fjalllendi og niður í firði. Dalvík - Ólafsfjörður - Héðinsfjörður - Siglufjörður
  • Kort af hlaupaleið North Ultra


North Half

 
Dagskrá hlaupadags

  • Kl. 8:00 - North Ultra Fjallakofans ræst á Dalvík
  • Kl. 12:00 - North Half Fjallakofans ræst á Ólafsfirði
  • Kl. 14:00 (15:00) - Fyrstu hlauparar koma í mark
  • Kl. 16:00 - Verðlaunaafhending. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvoru hlaupi fyrir sig, bæði í karlaflokki og í kvennaflokki.

Nánari upplýsingar

Heimasíða hlaupsins - www.northultra.is

Skilmálar hlaupsins

Nánari upplýsingar veita Helga María eða Gestur Þór (helga@sb.is / thor@wildtracks.is)