Þann 5. október síðastliðinn lauk rafrænni könnun um framtíðarhlutverk Gamla skóla. Könnunin var gerð að frumkvæði byggðaráðs Dalvíkurbyggðar en á fundi sínum þann 13. september samþykkti ráðið að gera könnun á meðal íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera.
Könnunin var opin frá 25. september til og með 5. október 2018 og bárust alls 204 svör. 85% þeirra sem taka þátt í könnuninni telja að ekki eigi að auglýsa húsnæðið til sölu heldur eigi Dalvíkurbyggð að sækjast eftir því að eignast húsnæði Gamla skóla 100% og reka það áfram. Í dag er húsnæðið að hluta til í eigu Ríkisins. Meðal þess sem svarendur sjá fyrir sér sem starfsemi í húsinu er safnastarf, smiðjur af ýmsum toga, einhverskonar fræðslu- eða menntastarf, sýningar, vinnustofur og iðja.
Heildarniðurstöður könnunarinnar er að finna í skýrslunni hér að neðan.
Skýrsla um framtíðarhlutverk Gamla skóla.