Þann 15. mars síðastliðinn lauk rafrænni könnun vegna golfvallar í fyrirhuguðu deiliskipulagi í fólkvanginum í Böggvisstaðafjalli.
Niðurstaða liggur fyrir og eftirfarandi:
386 manns tóku þátt.
Já sögðu 99 eða 25,65%
Nei sögðu 287 eða 74,35%
Þessi niðurstaða var tekin fyrir á fundi byggðaráðs þann 16. mars síðastliðinn og var eftirfarandi bókað þar:
,,Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun."