Í tengslum við gönguviku í Dalvíkurbyggð um næstu mánaðamót verður haldið þriggja daga náttúruleikjanámskeið á Náttúrusetrinu á Húsabakka. Á námskeiðinu verður boðið upp á leiki og leiðangra úti í náttúrunni fyrir börn á grunnskólaaldri. Náttúran í nágrenni Húsabakka verður rannsökuð og farið í ýmsa leiki sem tengjast umhverfinu þar. Meðal þess sem verður á dagskrá er ratleikur, ferð um Friðlandið og votlendið í Svarfaðardal auk hópeflisleikja.
Námskeiðið stendur frá kl 9-13 þann 29. júní-1.júlí.
Verð kr 4500
Umsjón hefur Helga Björt Möller.
Útbúnaðarlisti:
Nesti
Hlý og regnheld föt, stígvél og auka umgangur af fötum ef við skyldum blotna
Sundföt og handklæði
Lítil krukka, 1 plastpoki og blýantur
Upplýsingar veitir Helga Björt í síma 5515082 eða 6927348