Námsver Dalvíkurbyggðar er nú komið með heilmikla dagskrá á vorönn 2009 og fullt af spennandi námskeiðum í boði allt frá skyndihjálparnámskeiði og myndlistarnámskeiði upp í gæðastjórnun og stjórnunarnám fyrir millistjórnendur. Einnig er vakin athygli á því að fjarfundarbúnaður er til staðar í Námsverinu og því er mögulegt að sækja námskeið t.d. hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands gegnum búnaðinn. Flest verkalýðsfélög styrkja sína félagsmenn til náms og er endurgreiðsla allt að 75% að námskeiði loknu. Einnig minnum við á fræðslusjóð Dalvíkurbyggðar.
Nánari upplýsingar er að finna undir tenglinum Námsver hér efst á síðunni en einnig er hægt að smella á dagskrána undir Námsver Dalvíkurbyggðar - vorönn 2009.