Námskeið í sundleikfimi fyrir eldri borgara hefst þriðjudaginn 9. júní í Sundlaug Dalvíkur.
Tímarnir verða þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10.
Hver tími er um 50 mínútur í senn, samtals tíu skipti.
Hver tími skiptist í:
1. Upphitun
2. Styrktaræfingar meðal annars með núðlum og millifótakútum
3. Teygjur
4. Slökun
Markmið er að auka þol, styrk, sveigjanleika og ánægju þátttakenda.
Verð kr. 5.000 kr.
Þátttakendur greiða sjálfir fyrir aðgang í laugina.
Kennari er Elín Björk Unnarsdóttir.
Sundfélagið Rán hefur umsjón með námskeiðinu.
Upplýsingar og skráning í síma 466 1679 eða 616 9629.