Nám fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum
Við Verkmenntaskóla Austurlands í Fjarðabyggð er í boði nám fyrir ófaglært fólk í leik- og grunnskólum. Námið er kennt með fjarfundasniði og með aðstoð fjarnámsvefs skólans.
Nú gefst íbúum Dalvíkurbyggðar kostur á að skrá sig í námið og nýta sér við námið fjarfundarbúnað í námsverinu.
Áfangar sem í boði verða á haust 2006 eru: UPP 103 (undanfari UPP103)
SÁL 203 (þroskasálfræði)
LIS 103 ( Listir og skapandi starf)
FÖT 103 (Fötlun)
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við skólann í síma 477- 1620 eða við áfangastjóra VA Marinó Stefánsson marino@va.is
Umsóknarfrestur rennur út 30. ágúst nk.
Allar nánari upplýsingar veitir skólam. VA Helga M. Steinsson í síma 895-9986.
Svanfríður Jónasdóttir veitir upplýsingar um námsverið og aðstöðu þar í síma 862-1460