Nafnið Böggur

Um síðustu helgi fékk skógreiturinn fyrir ofan Dalvík nafni Böggur. Böggur á sér fjölbreytilega sögu hér á svæðinu sem tengist bæði húsum, jörðum og menningu. Einhverjir hafa verið að velta fyrir sér hvernig nafnið Böggur beygist en samkvæmt orðabók Háskólans er þetta beygingin:

Eintala:

Án greinis Með greini
Nf. böggur böggurinn
Þf. bögg bögginn
Þgf. bögg böggnum
Ef. böggs böggsins

Fleirtala:

Án greinis Með greini
Nf. böggar böggarnir
Þf. bögga böggana
Þgf. böggum böggunum
Ef. bögga bögganna